Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Vel heppnaður viðtalsdagur

Viðtalsdagurinn í Glerárskóla gekk afskaplega vel. Hann var með öðru sniði en venjulega út af faraldrinum. Kennarar sátu í stofum sínum og ræddu við forráðamenn og nemendur sína í gegnum tölvu. Einstaka hnökrar komu upp en þeir voru smávægilegir og komu ekki að sök.

Það er mál kennara skólans að það sé gott að geta gripið til þessarar tækni þegar þörf er á, en ekkert kemur í stað fyrir samtal augliti til auglitis. Þannig verður vonandi hægt að hafa næsta viðtalsdag.

Kennarinn á meðfylgjandi mynd setur iðulega upp hálsbindi á viðtalsdögum. Að þessu sinni var það skreytt myndum af Albert Einstein og afstæðiskenningunni.

Á morgun og föstudag verða nemendur og kennarar í haustfríi. Sjáumst glöð og hress á mánudaginn.