Facebook síða Glerárskóla
|
Skrifað 14. 11 2018 Á þessu skólaári hefur verið skákkennsla í skólanum. Áskell Örn Kárason skákmaður, mætir einu sinni í viku og kennir nemendum í 4. bekkjum listina að tefla. Hefur það mælst vel fyrir og gengið vel.
. . . → Lesa..
Skrifað 30. 10 2018 Í október kom Marit Törnqvist og heimsótti unglingastig Glerárskóla. Hún lærði myndskreytingar í Gerrit Rietveld listaskólanum í Amsterdag og hefur myndskreytt fjölmargar bækur eftir Astrid Lindgren og hlotið ýmis verðlaun og viurkenningar á ferlinum. Á fyrirlestrinum rakti hún sögu sína og útskýrði hvernig myndsköpun hennar verður til. Hún sagði að það væri eins og að . . . → Lesa..
Skrifað 30. 10 2018 Glerárskóli tók að venju þátt í verkefninu Göngum í skólann. Nemendur voru duglegir að ganga í skólann en það voru nemendur 7. bekkjar GS sem voru duglegastir og hlutu gullskóinn í verðlaun. Til hamingju 7. bekkingar.

Skrifað 22. 10 2018 Á morgun, þriðjudag, er viðtalsdagur í skólanum, þar sem kennarar, nemendur og foreldrar fara yfir námsframvindu nemenda og önnur mál sem snerta nemandann og skólagönguna. Mjög mikilvægir fundir þar sem einnig verður farið yfir skjöl sem tengjast nýjum persónuverndarlögum
Skrifað 20. 09 2018 Annað árið í röð býður Tónlistarskólinn á Akureyri upp á Söngvaflóð í samvinnu við grunnskólana á Akureyri. Söngvaflóð er fyrir 1. -8. bekk og kemur tónlistarkennari í skólann einu sinni í viku. Þá hefst samsöngur nemenda en einn til tveir árgangar sækja Söngvaflóðið saman og fer kennslan fram í matsal. Kennarar fylgja síðan söngnum eftir . . . → Lesa..
Skrifað 14. 09 2018 Í dag fór fram hið árlega skólahlaup Gleárskóla undir merkjum ÍSÍ. Góð þátttaka, gleði og metnaður réði þar ferð og fóru jafnt háir sem lágir góðan hring í hverfinu og komu sveittir og glaðir á leiðarenda. Verðlaun voru veitt fyrir fyrstu þrjú sæti hjá stúlkum og drengjum á öllum stigum, en . . . → Lesa..
Skrifað 10. 09 2018 Rannís veitti 34 skólaverkefnum Erasmus+ styrk nú á dögunum og hlaut Glerárskóli styrk fyrir verkefnið “Developing pupils skills”. Verkefnið verður unnið í samstarfi við skóla í Tyrklandi, Slóveníu, Litháen og Spáni og er áætlað að það taki tvö ár. Markmið verkefnisins er að þjálfa nemendur á aldrinum 11-16 ára í læsi í gegnum sögu, sögugerð . . . → Lesa..
Skrifað 07. 09 2018 Í morgun kom aðili frá Körfuknattleiksdeild Þórs með körfubolta handa nemendum í Glerárskóla.Þau Karlotta, Marsibil og Styrkár í 6. bekk aðstoðuðu við myndatöku vegna þessa.Körfuboltarnir verða örugglega vel nýttir hér í skólanum.

Skrifað 28. 08 2018 Næstkomandi fimmtudag verða nemendur og starfsfólk Glerárskóla á ferð og flugi úti um víðan völl. Unglingastigið stefnir á að ganga upp að Skólavörðu, miðstig upp í Fálkafell og Kjarnaskóg og yngsta stig fer m.a. í Lystigarðinn, Krossanesborgir, Naustaborgir og nágrenni skólans. Muna að koma klædd miðað við aðstæður.
Skrifað 15. 08 2018 Sæl og blessuð. Nú er nýtt skólaár að hefjast hjá nemendum Glerárskóla. Skólasetning hjá 2.-10. bekk er þriðjudaginn 21. ágúst kl. 10:00 í íþróttasal skólans.
Viðtöl við fyrstu bekkinga og forráðamenn þeirra eru sama dag frá kl. 8:00-16:00.
Skóli hefst samkvæmt stundaskrá miðvikudaginn 22. ágúst.
|
|