Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Fjör og tilþrif í Boganum

Það var heldur betur líf og fjör í Boganum í morgun þegar unglingadeildir grunnskólanna á Akureyri kepptu sín á milli á árlegu fótboltamóti. Fjörið og gleðin ríkti bæði á völlunum þar sem stelpur og strákar sýndu snilli sína og ekki síður á áhorfendapöllunum þar sem stuðningsliðin létu í sér heyra.


Íþróttakennarar skólanna sáu um grunnskipulag mótsins en krakkarnir aðstoðuðu við framkvæmdina og sáu meðal annars um dómgæslu. Nemendur Glerárskóla völdu sjálfir í keppnislið sín og báru sjálfir fulla ábyrgð á öllu leikskipulagi.

Mótið hófst á slaginu 8.30. Spilaðir voru 59 leikir á fjórum völlum. Hver leikur stóð yfir í 10 mínútur og einungis tvær mínútur voru á milli leikja.