Næskomandi mánudag er skipulagsdagur starfsfólks og því fellur kennsla niður þann dag. Frístund verður hins vegar opin frá klukkan 12.00 og tekur á móti þeim börnum sem hafa verið skráð þann dag.
Næstu tvo daga þar á eftir, þriðjudag og miðvikudag, eru uppbrotsdagar í skólanum þar sem nemendur vinna verkefni sem tengjast þjóðsögum og þjóðsagnaverum. Sótt er í sagnaheima frá Slóveníu, Litáen, Tyrklandi, Spáni og Íslandi.
Hefðbundin kennsla hefst síðan á fimmtudagsmorguninn.