Það er nauðsynlegt fyrir okkur öll að þekkja og skilja réttindi okkar. Það er ekki síður mikilvægt að þekkja og virða réttindi annarra. Það er reyndar grunnurinn að farsælu sambandi fólks og þjóða á milli.
Það var því kærkomið að fá Völu Ósk Bergsveinsdóttur, fulltrúa Amnesty International, í heimsókn en hún ræddi við nemendur unglingastigs um mikilvægi mannréttinda. Kynning hennar vakti bæði athygli og áhuga nemendanna sem nú eru með það á hreinu að mannréttindi eru tiltekin grundvallarréttindi hverrar manneskju, óháð kyni, trú, skoðunum, þjóðerni, kynþætti, litarhætti, efnahag, ætterni og stöðu að öðru leyti.