Í dag er viðtalsdagur í Glerárskóla. Foreldrar og forráðamenn nemenda koma og krakkarnir með, til að ræða við kennara, taka stöðuna og leggja grunn að góðu, árangursríku og farsælu samstarfi næstu vikur og mánuði.
Vöffluangan fyllir ganga skólans því nemendur í 10. bekk nýta tækifærið og safna í ferðasjóð með því að bjóða upp á rjúkandi kaffi og ilvogar vöfflur með margvíslegu góðgæti.
Óskilamunir haustsins liggja frammi og starfsfólk skólans vonast til þess að foreldrar grípi með sér allt sem þeir þekkja, svo bunkinn hverfi að mestu.