Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Samvinna og samstarf

Við lærum mikið af samvinnu og samstarfi, bæði nemendur og kennarar. Í síðustu viku unnu nemendur skólans að verkum sem tengjast þjóðsögum og þjóðsagnaverum. Sótt var í sagnaheima frá Slóveníu, Litáen, Tyrklandi, Spáni og Íslandi. Margt skemmtilegt var brallað þessa daga og mörg listaverk litu dagsins ljós. Þessa dagana eru nokkrir kennarar skólans á samstarfs- og samráðsfundi kennara frá löndunum sem nefnd eru hér að ofan. Í farteskinu voru þau með myndband sem nemendur Glerárskóla unnu og sýnir vel vinnubrögð nemendanna á þemadögunum í síðustu viku.

Myndbandið má sjá hér.