Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Áhugasamir gestir

Nemendur í leikskólunum Holtakoti og Kiðagili komu í heimsókn til okkar í Glerárskóla á föstudaginn. Gestirnir eru allir væntanlegir nemendur í fyrsta bekk Glerárskóla næsta vetur. Krakkarnir fengu að skoða skólann, heimsækja fyrsta bekk, skoða sundlaugina og bókasafnið, svo eitthvað sé nefnt.


Gestirnir voru pínu feimnir en afar áhugasamir og greinilegt var krakkarnir hlakka til að stíga stóra skrefið úr leikskóla yfir í grunnskóla, þótt einhverjum þykir erfitt að bíða fram á næsta haust!