Facebook síða Glerárskóla
|
Skrifað 18. 03 2020 Komin er upp sú staða að við í Glerárskóla þurfum að endurskoða skipulagið okkar fyrir þessar vikur sem samkomubann ríkir í samfélaginu.
Breytingarnar taka gildi frá og með fimmtudeginum 19. mars 2020.
ATH! Skipulag hjá 5. -10. bekk breytist ekki.
Skipulag hjá 1. -4. . . . → Lesa..
Skrifað 17. 03 2020 Í morgun mættu nemendur á misjöfnum tíma í skólann, samkvæmt nýju skipulagi Glerárskóla sem tók gildi í dag og er unnið samkvæmt tilmælum Almannavarna og Ríkislögreglustjóra í samræmi við fræðsluyfirvöld og bæjaryfirvöld. Nemendur komu vel undirbúnir að heiman og virtust tilbúnir breyttum aðstæðum í skólanum.
Þótt skólahald væri með óhefðbundnum hætti var lögð áhersla á . . . → Lesa..
Skrifað 16. 03 2020 Nýtt skipulag Glerárskóla sem tekur mið af breyttum aðstæðum í þjóðfélaginu, tekur gildi frá og með þriðjudeginum 17. mars. Forráðamenn nemenda hafa þegar fengið ítarlegt bréf með upplýsingum um breytingarnar og breytta umgengishætti í skólanum. Mikilvægt er að forráðamenn ræði skipulagið vel og vandlega við börnin sín því þau verða að fylgja því eftir í . . . → Lesa..
Skrifað 13. 03 2020 Eins og komið hefur fram í dag hefur heilbrigðisráðherra ákveðið að virkja heimildir sóttvarnalaga sem fela m.a. í sér að skólahald verður takmarkað tímabundið. Nánari útfærslur verða unnar samkvæmt tilmælum stjórnvalda.
Í ljósi þessa hefur verið ákveðið að mánudaginn 16. mars verði starfsdagur í leik- og grunnskólum Akureyrarbæjar svo stjórnendur og starfsfólk geti skipulagt skólastarfið . . . → Lesa..
Skrifað 13. 03 2020 Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum hefur verið ákveðið að samkomubann verið sett hérlendis næstu fjórar vikurnar. Bannið tekur gildi á miðnætti á sunnudagskvöldið.
Framhalds- og háskólar sinna fjarkennslu meðan á samkomubanninu stendur en leik- og grunnskólar verða opnir en kennslan skilyrt, eins og kom fram í máli Menntamálaráðherra. Skilyrðin lúta einkum að fjölda . . . → Lesa..
Skrifað 12. 03 2020 Skólanum barst eftirfarandi bréf frá Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra. Bréfið hefur verið sent til foreldra og forráðamanna nemenda sem eru beðnir að fylgja fyrirmælunum sem þar koma fram.
. . . → Lesa..
Skrifað 11. 03 2020 Til upplýsingar
Um leið og Covit-19 veiran greindist hérlendis greip Glerárskóli til margvíslegra aðgerða samkvæmt tilmælum sóttvarnalæknis, Almannavarna og Embætti Landlæknis.
Kennarar ræddu við nemendur sína um nauðsyn handþvottar og mikilvægi þess að forðast óþarfa snertingu Handspritt var sett í allar kennslustofur skólans Sjálfsafgreiðslu var hætt í mötuneyti skólans. Nemendur fá nú skammtað . . . → Lesa..
Skrifað 10. 03 2020 Tveir starfsmenn Glerárskóla, kennari á unglingastigi og skólastjórnandi, sem höfðu verið á skíðasvæði í Ölpunum, þurftu í gær að fara í sóttkví þar sem svæðið hefur nú verið skilgreint sem áhættusvæði. Starfsmennirnir eru með öllu einkennalausir og er fyrst og fremst um varúðarráðstöfun að ræða.
Landlæknir gaf út fyrirmæli 9. mars um að allir sem . . . → Lesa..
Skrifað 09. 03 2020 Nemendur í sjöunda, áttunda og níunda bekk Glerárskóla fengu glaðning á dögunum frá Landlæknisembættinu, viðurkenningu fyrir að vera tóbaks- og rafrettulausir . . . → Lesa..
Skrifað 09. 03 2020 Kjölur var meðal þeirra stéttarfélaga sem skrifaði undir samninga laust fyrir miðnætti. Verfalli var þar með aflýst. Skólahald verður því með eðlilegum hætti í Glerárskóla í dag.
|
|