Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Útivistardagur Glerárskóla

Það stefnir í góðan útivistardag hjá okkur í Glerárskóla á morgun, þriðjudaginn 1. september. Skipulag útivistardagsins  miðast við skemmtilega hreyfingu og áskorun sem allir eiga að geta notið í góðum félagskap.

Nemendur eiga að mæta í skólann á hefðbundum tíma, klæddir miðað við aðstæður og verkefnið sem framundan er.

Unglingastig:
Nemendur á unglingastigi ganga á Súlur, bæjarfjallið okkar Akureyringa. Rútur flytja hópinn að bílastæðinu í Glerárdalnum en þaðan tekur við ganga upp á tindinn, 1144 metra háan.

Miðstig:
Nemendur á miðstigi byrja daginn á rútuferð upp að afleggjaranum að Fálkafelli. Þaðan gengur hersingin upp í Fálkafell og þaðan suður í skálann Gamla sem er stendur ofan Kjarnaskógar. Þaðan ganga þau til byggða og taka strætó í skólann.

Yngsta stig:
4. bekkur verður við leik og störf í Naustaborgum
3. bekkur skoðar Krossanesborgir og allt sem svæðið býður upp á
2. bekkur nýtur lystisemda Lystigarðsins
1. bekkur rannsakar fjölbreytta svæðið kringum skólann og allt sem þar leynist.