Facebook síða Glerárskóla
|
Skrifað 29. 01 2021 Nemendur í 6. og 7. bekk Glerárskóla áttu glæsilega innkomu í Krakkafréttum sjónvarpsins. Þar tjáðu þau sig um það sem þeim finnst skemmtilegast að gera, allt frá því að skreyta piparkökur, renna sér á skíðum og horfa á sjónvarpið.
Það er skoðum margra að krakkafréttir hafi sjaldan verið betri. Hér er hægt að horfa á . . . → Lesa..
Skrifað 28. 01 2021 Það er fátt betra í 13 gráðu frosti en að taka upp atriði fyrir Krakkafréttir. Þessi mynd var tekin núna í morgun og afraksturinn af morgunvinnunni má sjá í sjónvarpinu í kvöld, fimmtudagskvöldið 28. janúar, klukkan 18:50.
Skrifað 23. 01 2021 Mánudagurinn 25. janúar er skipulagsdagur í Glerárskóla og í kjölfarið koma tveir viðtalsdagar. Kennsla hefst síðan samkvæmt stundaskrá fimmtudaginn 28. janúar.
Skrifað 22. 01 2021 Skákáhugi hefur aukist í Glerárskóla í vetur, einkanlega hjá stúlkunum sem gjarnan sitja við skákborið og beita drottningarbragðinu. Væntanlega eru þetta áhrif frá sjónvarpsþáttunum . . . → Lesa..
Skrifað 20. 01 2021 Glerárskóli hefur verið virkur þátttakandi í Erasmus+, styrkjaáætlun ESB fyrir . . . → Lesa..
Skrifað 19. 01 2021 Við látum ástandið í samfélaginu ekki stöðva Glerárvision. Keppnin hefði reyndar átt að fara fram í lok haustannarinnar en ákveðið var að fresta henni fram yfir áramót og stóri dagurinn verður 16.febrúar.
. . . → Lesa..
Skrifað 15. 01 2021 Nemendur sjöunda bekkjar mættu í matsalinn í morgun klukkan níu til þess að meðtaka andlega næringu og njóta upplesturs skólasystur sinnar, Tinnu Evudóttur . . . → Lesa..
Skrifað 12. 01 2021 Í vetur hafa krakkarnir í 10AGJ hafa unnið bekkjarblað sem nú er komið út. Í blaðinu, sem þau kalla Kalla, kennir ýmissa grasa. Þar má meðal annars finna uppskriftir, umfjöllun um snyrtivörur, viðtöl, smásögu og sitthvað fleira.
Bekkjarblaðið Kalla má finna hér.
Skrifað 08. 01 2021 Kennsla hefst í Glerárskóla mánudaginn 11. janúar á hefðbundinn hátt samkvæmt stundaskrá.
Forráðamenn eru vinsamlegast beðnir um að ræða við nemendur um að vera ekki við afgirta svæðið við B-inngang og fara alls ekki inn á það.
Hreinsunarstarf og viðgerðir halda áfram í næstu viku og við gætum átt von á einhverjum truflunum á rafmagni, . . . → Lesa..
Skrifað 07. 01 2021 Í dag, fimmtudaginn 7. janúar 2021, hefur staðan í Glerárskóla verið metin og farið af stað með tiltekt, hreingerningu og lagfæringar vegna brunans í gær.
Sem betur fer náði eldurinn ekki inn í kennsluálmurnar en geymslugangur í kjallara varð illa úti ásamt tveimur útigeymslum auk þess sem tengigangur á jarðhæð var undirlagður af reyk og . . . → Lesa..
|
|