Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til miðvikudags, frá 07:45 til 14:30 á fimmtudögum og á föstudögum til klukkan 14:00.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00..

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Glæsileg innkoma í Krakkafréttir

Nemendur í 6. og 7. bekk Glerárskóla áttu glæsilega innkomu í Krakkafréttum sjónvarpsins. Þar tjáðu þau sig um það sem þeim finnst skemmtilegast að gera, allt frá því að skreyta piparkökur, renna sér á skíðum og horfa á sjónvarpið.

Það er skoðum margra að krakkafréttir hafi sjaldan verið betri. Hér er hægt að horfa á . . . → Lesa..

Glerárskóli í Krakkafréttum

Það er fátt betra í 13 gráðu frosti en að taka upp atriði fyrir Krakkafréttir. Þessi mynd var tekin núna í morgun og afraksturinn af morgunvinnunni má sjá í sjónvarpinu í kvöld, fimmtudagskvöldið 28. janúar, klukkan 18:50.

Skipulagsdagur og foreldraviðtöl

Mánudagurinn 25. janúar er skipulagsdagur í Glerárskóla og í kjölfarið koma tveir viðtalsdagar. Kennsla hefst síðan samkvæmt stundaskrá fimmtudaginn 28. janúar.

Drottningarbragð!

Skákáhugi hefur aukist í Glerárskóla í vetur, einkanlega hjá stúlkunum sem gjarnan sitja við skákborið og beita drottningarbragðinu. Væntanlega eru þetta áhrif frá sjónvarpsþáttunum . . . → Lesa..

Nemandi Glerárskóla hannaði merki fyrir Erasmus+ verkefni

Glerárskóli hefur verið virkur þátttakandi í Erasmus+, styrkjaáætlun ESB fyrir . . . → Lesa..

Glerárvision verður 16. febrúar

Við látum ástandið í samfélaginu ekki stöðva Glerárvision. Keppnin hefði reyndar átt að fara fram í lok haustannarinnar en ákveðið var að fresta henni fram yfir áramót og stóri dagurinn verður 16.febrúar.

. . . → Lesa..

Nú verður lesið upphátt!

Nemendur sjöunda bekkjar mættu í matsalinn í morgun klukkan níu til þess að meðtaka andlega næringu og njóta upplesturs skólasystur sinnar, Tinnu Evudóttur . . . → Lesa..

Kalli er kominn út!

Í vetur hafa krakkarnir í 10AGJ hafa unnið bekkjarblað sem nú er komið út. Í blaðinu, sem þau kalla Kalla, kennir ýmissa grasa. Þar má meðal annars finna uppskriftir, umfjöllun um snyrtivörur, viðtöl, smásögu og sitthvað fleira.

Bekkjarblaðið Kalla má finna hér.

Kennsla hefst á mánudaginn

Kennsla hefst í Glerárskóla mánudaginn 11. janúar á hefðbundinn hátt samkvæmt stundaskrá.

Forráðamenn eru vinsamlegast beðnir um að ræða við nemendur um að vera ekki við afgirta svæðið við B-inngang og fara alls ekki inn á það.

Hreinsunarstarf og viðgerðir halda áfram í næstu viku og við gætum átt von á einhverjum truflunum á rafmagni, . . . → Lesa..

Stöðumat: Kennsla fellur niður á morgun, föstudaginn 8. janúar

Í dag, fimmtudaginn 7. janúar 2021, hefur staðan í Glerárskóla verið metin og farið af stað með tiltekt, hreingerningu og lagfæringar vegna brunans í gær.

Sem betur fer náði eldurinn ekki inn í kennsluálmurnar en geymslugangur í kjallara varð illa úti ásamt tveimur útigeymslum auk þess sem tengigangur á jarðhæð var undirlagður af reyk og . . . → Lesa..