Að mörgu er að hyggja þegar skólastarf vetrarins er undirbúið. Starfsfólk og kennarar sitja margvísleg námskeið og ótalmarga skipulagsfundi, stilla þarf upp kennslustofum, taka upp kennslugögn, bækur, blöð, skriffæri, strokleður og hvað eina sem deilt er niður á kennara sem síðan deila þeim niður á nemendur. Já, handtökin eru mörg og unnið er af metnaði og með bros á vör.