
Í ávörpum sínum fór Eyrún Skúladóttir skólastjóri yfir liðið skólaár sem er eitt það óvenjulegasta í sögu skólans þar sem heimsfaraldurinn hafði veruleg áhrif með fjöldatakmörkunum, fjarkennslu, og algerri lokun á tímabil, svo ekki sé minnst á reglulegar breytingar á sóttvarnarlögum. Eyrún þakkaði kennurum og starfsfólki skólans fyrir lausnamiðaða hugsun og nemendum og aðstandendum fyrir jákvæðni og skilning á breyttum aðstæðum.
Við skólaslitin í Glerárkirkju ávarpaði Hermann Helgi Rúnarsson útskriftarnemendur en fimm ár eru liðin síðan hann var í þeirra sporum. Mikael Darri Heiðarsson, formaður nemendaráðs, flutti erindi fyrir hönd útskriftarnema.
Þær Fjóla Katrín Davíðsdóttir og Elín Dögg Birnisdóttir hlutu viðurkenningu fyrir bestan samanlagðan námsárangur í 10. bekk. Mikael Darri Hreiðarsson hlau
t viðurkenningu fyrir góðan námsárangur í dönsku. William Már Gíslason fékk viðurkenningu fyrir dugnað og frumkvæði í þágu félagsmála og Jón Páll Jóhannsson fékk viðurkenninguna góður félagi.
Við skólaslitin fyrr um daginn fengu Elena Soffía Ómarsdóttir viðurkenningu fyrir bestan samanlagðan námsárangur í 8. bekk og Sigrún Dalrós Eiríksdóttir fyrir bestan samanlagðan námsárangur í 9. bekk.
Eftirtaldir nemendur fengu viðurkenningar og þakkir fyrir framlag sitt sem vinaliðar síðasta skólaár: Patrekur, Karen, Róbert Ingi, Viktor og Hugrún í fjórða bekk, Guðmundur, Þorkell, Silja og Ólöf í fimmta bekk, Júlíus, Hannibal, Tinna og Dagmey í sjötta bekk og þeir Peter og Sigurberg í sjöunda bekk.
Myndir frá skólaslitunum og þeim sem fengu viðurkenningu má sjá á Facebook síðu skólans.