Veðrið hefði ekki getað verið betra fyrir líflegan og fjölbreyttan útivistardag nemenda Glerárskóla sem haldinn var í dag, föstudaginn 4. júní. Aldurstigin voru hvert um sig með skipulagða dagskrá frá morgni til hádegis þar sem nemendur kepptu sín á milli í margvíslegum íþróttum, hefðbundnum jafnt óvenjulegum. Allt gekk eins vel og best var á kosið og nemendur nutu dagsins með starfsfólki skólans.
Ef smellt er hér má sjá nokkrar myndir frá morgninum.