Skólaslit Glerárskóla vorið 2021 verða þriðjudaginn 8. júní 2021.
Skólaslitin taka u.þ.b. klukkustund hjá öllum nemendum.
Nemendur í 1. – 9. bekk mæta í umsjónarstofur þar sem farið verður í röðum inn í sal. Eftir slit á sal fara nemendur aftur í röðum inn í umsjónarstofur þar sem umsjónarkennarar (og starfsfólk) kveðja nemendur. Ekki er gert ráð fyrir forráðamönnum á skólaslit að morgni 8. júní.
Nemendur 10. bekkjar mæta á skólaslit í Glerárkirkju og er þeim leyfilegt að taka með sér þrjá gesti. Gestir sem fæddir eru eftir 2005 þurfa að vera með grímu þar til þeir eru sestir í sæti. Athuga þarf að hafa alltaf eitt autt sæti á milli fjölskylda þegar sest er í kirkjunni.
Að lokinni útskrift og slitum biðjum við gesti að setja aftur upp grímur þar til komið er út undir bert loft. Engar kaffiveitingar verða að þessu sinni vegna sóttvarnarreglna.
Skólaslitin verða sem hér segir:
Þriðjudaginn 8. júní 2021:
Kl. 9:00 – 10:00 1. – 4. bekkur
Kl. 10:00 – 11:00 5. – 7. bekkur
Kl. 11:00 – 12:00 8. – 9. bekkur
Kl. 16:30 Útskrift 10. bekkjar og skólaslit í Glerárkirkju.
Allar nánari upplýsingar má fá í skólanum s: 461-2666.