Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Flóttaherbergi í Glerárskóla

Öllum nemendum Glerárskóla hefur boðist að heimsækja flóttaherbergi í vikunni og leysa þar margvíslegar þrautir til þess að komast út aftur. Tíminn sem hóparnir hafa er 40 mínútur, eða sem svarar einni kennslustund.

Krakkarnir í 10 bekk eiga heiðurinn að flóttaherberginu en þau settu upp margvíslegar hugarþrautir í kennslustofunni sinni og breyttu henni verulega. Þar tóku þeir á móti hverjum bekknum af örðum og gestirnir þurftu fyrst að ráða gátu sem gerði þeim mögulegt að fara inn í flóttaherbergið.

Þegar þangað kom biðu þeirra margar og misjafnlegar þrautir og sumar þeirra voru nokkuð vel faldar. Til að leysa þrautirnar þurftu  krakkarnir að nota það sem þeir höfðu lært í skólanum, lyklarnir reyndust vera úr námsefninu; íslensku, stærðfræði, ensku, náttúrufræði og samfélagsfræði.

Þrautunum var skipt út eftir því aldri þátttakenda. Þannig fengu nemendur á yngsta stigi þrautir við sitt hæfi og koll af kolli.

Það skemmtu sér allir konunglega í flóttaherberginu og það var gaman að sjá hvað samvinna nemendanna skilaði miklum árangri.