Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Nytjahlutir og listaverk

Á nýafstöðnum þemadögum í Glerárskóla voru unnir margvíslegir nytjahlutir og listaverk úr hlutum sem annars hefði verið hent. Það var gaman að fylgjast með listfengi krakkanna og hugmyndaauðgi.

Með því að smella hér má sjá hluta af þessari sköpun; bútasaumsteppi, töskur og stórmerkileg listaverk. Sjón er sögu ríkari!

Vel heppnaðir þemadagar!

Í dag og í gær hafa nemendur Glerárskóla staðið í ströngu. Þeir hafa unnið að fjölbreyttum verkefnum sem tengjast umhverfismálum og lífinu á jörðinni.

Endurvinnsla var í hávegum höfð og margvíslegt drasl og rusl gekk í endurnýjum lífdaga. Lífríkið var mörgum hugleikið þar á meðal áhrif mengunar á fugla og dýr. . . . → Lesa..

Þemadagar þriðjudag og miðvikudag, skóla lýkur kl. 13.15

Í dag, þriðjudaginn 15. febrúar og á morgun, miðvikudaginn 16. febrúar eru þemadagar í . . . → Lesa..

Leikur með liti!

Litir regnbogans eru óteljandi og sannarlega gefa þeir lífinu lit. Í morgun fóru nokkrir krakkar út með marglita „fallhlíf“. Með því að lyfta henni upp og niður náðu þau að skapa litfagurt listaverk og kasta litfögrum skuggum á fannhvíta jörðina.

Um þá sem eru útsettir fyrir Covid 19

Hér má sjá hvernig þeir sem eru útsettir fyrir Covid 19 ber að haga sér, samkvæmt nýjustu ákvörðun landlæknis og almannavarna.

Hér má sjá hvernig haga ber sóttkví.

Lífið, ástin og snjórinn

Það er frábært að ærslast áhyggjulaus í snjónum, byggja virki og snjóhús, já eða bara að . . . → Lesa..

Sendiboð frá sjóræningja

„Sjóræningjasendiboð“ er magnað orð. Það er mjög langt og þegar maður er í þriðja bekk þá getur verið . . . → Lesa..

Svona virka nýju sóttvarnarreglurnar

Á þessari skýringarmynd má sjá hvernig nýjar sóttvarnarreglur virkar varðandi sóttkví og . . . → Lesa..

Slakað á reglum um sóttvarnir

Á miðnætti (aðfararnótt 26. janúar) verður slakað á reglum um sóttvarnir með þeim hætti að þeir sem hafa verið útsettir fyrir COVID-19 smiti utan heimilis eða dvalarstaðar síns verður ekki lengur skylt að fara í sóttkví en þurfa þess í stað að viðhafa smitgát. Um börn á leik- og grunnskólaaldri gildir að þau eru undanþegin . . . → Lesa..

Skipulagsdagur og viðtalsdagar

Mánudaginn 24. janúar n.k. er skipulagsdagur í Glerárskóla. Þann dag eru nemendur í fríi. Þriðjudaginn 25. og miðvikudaginn 26. janúar eru viðtalsdagar í skólanum og þá funda forráðamenn og nemendur með umsjónarkennurum. Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá fimmtudaginn 27. janúar.

Góða helgi.