Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Takk fyrir boltana

Það er heldur betur gott að eiga góða að. Vinir okkar í körfuknattleiksdeild Þórs komu í heimsókn í Glerárskóla á dögunum með fullan stóran poka af reynslumiklum boltum. Þetta eru boltar sem notaðir hafa verið á æfingum félagsins en viku nýlega fyrir nýjum boltum sem vonandi koma til okkar í fyllingu tímans.

Í augum nemenda skólans eru boltarnir virði þyngdar sinnar í gulli og vel það. Þeim þykir heldur ekki ónýtt að leika sér í körfubolta í frímínútum með boltum sem fyrirmyndir þeirra hjá Þór hafa notað.

Takk fyrir okkur!