Mikil áhersla er lögð á útikennslu, umhverfismál og náttúrufræði í Glerárskóla. Nemendur skólans hafa nú fært náttúruna inn í skólann í tilefni af degi náttúrunnar sem var 16. september síðastliðinn. Undir leiðsögn list- og verkgreinakennara hafa verið gerð mögnuð listaverk sem prýða nú ganga skólans. Innblásturinn, krafturinn og efniviðurinn var sóttur í faðm móður náttúru og hugvitsamleg listaverkin gleðja okkur frá morgni til kvölds.