Blessunarlega var enginn eldur laus þegar brunavarnarkerfið í Rósenborg fór af stað með látum í morgun. Um var að ræða brunaæfingu sem gekk ljómandi vel.
Brunaæfingar eru haldnar tvisvar á vetri því nauðsynlegt er að allir viti hvernig bregðist á við og yfirgefi bygginguna á fumlausan hátt samkvæmt fyrir fram ákveðnum ferlum.
Brunaæfing verður í Glerárskóla næstkomandi föstudag. Síðar í vetur verða haldnar brunaæfingar sem ekki verður tilkynnt um fyrir fram.