Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Glerárskóli rýmdur

Brunabjallan fór af stað með miklum látum í Glerárskóla í morgun. Um var að ræða bruna- og rýmingaræfingu sem allir vissu af fyrir fram. Nemendur voru því í yfirhöfnum sínum og útiskóm í kennslustofunni, viðbúnir að bregðast rétt við samkvæmt leiðbeiningum kennara.

Nemendur voru áhugasamir um æfinguna. Viðbrögð þeirra einkenndust af yfirvegun og fumleysi. Rólegir skipuðu þeir sér í raðir og gengu fylktu liði úr skólanum, ýmist út um neyðardyr eða neyðarop á gluggum, beint úr á körfuboltavöllinn norðan skólans. Þar var gerð liðskönnun og allir kennarar lyftu upp grænu spjaldi, merki um að allir væru óhultir og komnir út.

Síðar í vetur verður önnur æfing sem ekki verður tilkynnt um fyrir fram.