Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Sjötti bekkur á sjó

Það er þakkarvert að hafa bát eins og Húna II hér á Akureyri og þann frábæra mannskap sem að baki bátsins er. Á hverju ári er krökkum í sjötta bekk boðið á sjó og þar var heldur betur blíðan um daginn þegar krakkarnir í sjötta bekk Glerárskóla voru munstruð um borð.

Krakkarnir fengu margvíslega fræðslu meðan fleyið rann yfir rennisléttan hafflötinn, bæði um sögu bátsins og lífríkið í hafinu. Þeir fengu að fara upp í brú og skoða flóknu siglingartækin áður en hafist var handa við veiðiskapinn og aflinn var með ágætum.

Gert var að fiskunum og innyfli þeirra rannsökuð. Síðan kveikt upp í grillinu og aflans notið. Þetta var sá allra besti fiskur sem krakkarnir höfðu smakkað!

Myndir frá ferðinni má sjá með því að smella hér.