Það er virkilega gott að eiga góða að. Foreldrafélag Glerárskóla er sannarlega góður bakhjarl. Á haustin sendir félagið gjarnan gjafir til nemenda. Í dag heimsóttu þær Eyrún Skúladóttir skólastjóri og Hrafnhildur Guðjónsdóttir deildarstjóri nemendur í fyrsta og öðrum bekk með nestisbox, gjöf frá félaginu.
Boxin koma örugglega að góðum notum, enda hollt og gott nesti ein af undirstöðu þess að láta sér líða vel í skólanum og ná árangri. Krakkarnir og við öll þökkum foreldrafélaginu hlýhuginn.