Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Ræddu um reynslu sína af Evrópusamstarfi

Í gær var áhugaverður kynningarfundur í Háskólanum á Akureyri þar sem umfjöllunarefnið var Evrópusamstarf með börnum og ungmennum.

Í upphafi fundarins var streymt frá vefstofu Rannís um samstarfsverkefni í Erasmus+ en tilgangur fundarins var að fá kynningu á samstarfs- og styrktarmöguleikum á vegum Rannís og fá innsýn í verkefni sem nú þegar eru í gangi hjá Akureyrarbæ.

Á fundinum sögðu fjórir nemendur Glerárskóla, þær Rósa Signý Guðmundsdóttir, Edda Júlíana Jóhannsdóttir,  Ísold Vera Viðarsdóttir og Rósa María Stefánsdóttir á eftirtektarverðan hátt frá ferð sinni til Sikileyjar á síðasta ári og þeim verkefnum sem þær unnu þar. Ferð þeirra var hluti af Erasmus+ verkefninu  Be a Shield Around the World þar sem umhverfismál voru í brennidepli.