Facebook síða Glerárskóla
|
Skrifað 10. 12 2019 Almannavarnir Eyjafjarðar hafa nú mælt með að skólahald verði fellt niður á Akureyri í dag. Skólahald í Glerárskóla fellur því niður frá kl. 13:00 í dag, þriðjudaginn 10.12.2019. Við biðjum forráðamenn að sækja yngri nemendur þar sem færð er orðin erfið. Heimilt er að sækja börnin hvenær sem er fyrir klukkan 13.00. . . . → Lesa..
Skrifað 10. 12 2019 Það skilja ef til vill ekki allir þessa fyrirsögn, en nemendurnir í þriðja bekk vissu upp á hár hvað þeir voru að gera. Í morgun . . . → Lesa..
Skrifað 09. 12 2019 Spáð er leiðinlegu veðri á morgun þriðjudag og einnig á miðvikudaginn. Skýrar verklagsreglur eru um það hvernig grunnskólarnir á Akureyri bregðast við óveðri og ófærð, eins og sjá má hér á heimasíðu skólans og einnig með því að smella hér.
Skrifað 09. 12 2019 Þótt spennan væri mikil hjá nemendum í fyrsta til fjórða bekk í morgun náðu þeir að ganga rólega með fallegu laufabrauðskökurnar sínar til steikingar í morgun og til baka aftur í stofuna sína. Engar fréttir bárust af kökum sem brotnuðu en heimildum ber saman um að aldrei hafi verið gerðar jafn góðar kökur.
. . . → Lesa..
Skrifað 08. 12 2019 Rétt eins og í öðrum grunnskólum bæjarins verður símafrí í skólanum þessa vikuna, eða frá því kennsla efst mánudaginn 9. desember og þar . . . → Lesa..
Skrifað 06. 12 2019 Nemendur þriðja bekkjar fá góða gesti í heimsókn á mánudaginn, slökkviliðsmenn frá Slökkviliði Akureyrar. Heimsókn þeirra er liður í eldvarnarátaki sem beint er að þriðju bekkingum um land allt nú á aðventunni.
Það er því engin ástæða til þess að láta sér bregða þótt brunabílar sjáist við skólann á mánudagsmorguninn 😊
Skrifað 06. 12 2019 Í nýjasta Vikudegi er að finna skemmtilega umfjöllun um söngkeppnina Glerárvision, og allt sem henni fylgir og gerir daginn dásamlegan. Hægt er að sjá umfjöllunina með því að smella hér.
Skrifað 05. 12 2019 Jólalög og söngvar eru meðal þess sem gefa aðventunni gildi og söngin þarf að æfa. Við þurfum að hafa bæði lög og texta nokkur . . . → Lesa..
Skrifað 04. 12 2019 Í dag var skreytingadagur í Glerárskóla. Útvarpsstöð skólans var ræst og jólalög ómuðu um ganga og stofur þar sem iðnir og listrænir nemendur skreyttu skólahúsið hátt og lágt, eins og sjá má á myndbandinu sem finna má hér.
Skrifað 29. 11 2019 Það er mál manna að Glerárvision, söngkeppni Glerárskóla, hafi tekist afar vel nú í ár. Nemendur lögðu mikið á sig við undirbúning og æfingar . . . → Lesa..
|
|