Komin er upp sú staða að við í Glerárskóla þurfum að endurskoða skipulagið okkar fyrir þessar vikur sem samkomubann ríkir í samfélaginu.
Breytingarnar taka gildi frá og með fimmtudeginum 19. mars 2020.
ATH! Skipulag hjá 5. -10. bekk breytist ekki.
Skipulag hjá 1. -4. bekk tekur nokkrum breytingum sem felast í að:
- skóladagur þeirra verður styttur (sjá töflu hér að neðan)
- 4. bekkur fær ekki mat í skólanum
- frístund verður eingöngu í boði fyrir 1. og 2. bekk til kl. 15:00 og æskilegt er að forráðmenn sæki börn sín eins fljótt og þeir geta barnanna vegna
Skipulagið verður eftirfarandi:
INNGANGUR við B- álmu – austan: Inn um þennan inngang mæta 148 nemendur: |
1. bekkur: Mætir kl. 8:15 – fer heim kl. 12:05 |
2. bekkur: Mætir kl. 8:25 – fer heim kl. 12:15 |
3. bekkur: Mætir kl. 8:35 – fer heim kl. 12:20 – 12:25 |
4. bekkur: Mætir kl. 8:45 – fer heim kl. 12:30 |
Við vonum að skilningur sé á þessum breytingum en þær eru vegna þess að við önnum ekki því kerfi sem við lögðum af stað með. Við gerum okkar besta og höldum áfram að reyna allt sem við getum til að koma til móts við þarfir nemenda.
Takk fyrir skilninginn.
Kveðja,
Eyrún Skúladóttir skólastjóri.