Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Ábyrgð, samvinna og dugnaður

Síðustu dagar hafa verið óvenjulegir og um leið mjög athyglisverðir í Glerárskóla. Skólastarfið hefur gengið afar vel. Nemendur hafa verið sérlega skilningsríkir og hafa átt auðvelt með að laga sig að breyttum aðstæðum og kennarar tala bæði um mikla ró í tímum og vinnusama nemendur.

Nokkrir strákar í sjöunda bekk höfðu orð á því að þetta væri slæmt að samkomubannið skuli endilega vera í þessari viku, „þetta er besta vikan í allan vetur í mötuneytinu; pizza, snitsel og svo kakósúpa á föstudaginn og það er bara kakósúpa tvisvar sinnum á vetri og einmitt núna þegar við erum ekki í mat!“

Útivera skiptir miklu máli og meðfylgjandi mynd má sjá nemendur í 7. bekk viðra sig í góða veðrinu í morgun.

Við minnum forráðamenn á bréf sem hjúkrunarfræðingur skólans sendi frá sér í morgun. Það er mikilvægt að lesa það vel. Svo væri líka í lagi að hafa kakósúpu í matinn fljótlega 😊