Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Við stöndum þétt saman!

Starfsfólk Glerárskóla stendur þétt saman þessa dagana en passar að hafa hæfilega langt á milli sín eins og sést á meðfylgjandi mynd sem tekin var á kennarafundi í dag.

Almenn ánægja er meðal starfsfólks skólans með starfsemina í vikunni sem nú er senn á enda en helgarfríið er flestum kærkomið, því álagið hefur verið meira en alla jafna.

Við viljum vekja athygli á hnöppum á heimasíðu skólans inn á upplýsingasíður um veiruna, á íslensku, pólsku og ensku. Þar er einnig að finna leið inn á Félagsmiðstöðina Himnaríki en þar má finna upplýsingar um það sem þar er gert í samkomubanninu.

Njótum helgarinnar.