Í morgun mættu nemendur á misjöfnum tíma í skólann, samkvæmt nýju skipulagi Glerárskóla sem tók gildi í dag og er unnið samkvæmt tilmælum Almannavarna og Ríkislögreglustjóra í samræmi við fræðsluyfirvöld og bæjaryfirvöld. Nemendur komu vel undirbúnir að heiman og virtust tilbúnir breyttum aðstæðum í skólanum.
Þótt skólahald væri með óhefðbundnum hætti var lögð áhersla á kennslu sem brotin var upp með hreyfingu og skemmtilegri útiveru eins og sjá má með því að smella hér.