Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Kennsla næstu vikur

Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum hefur verið ákveðið að samkomubann verið sett hérlendis næstu fjórar vikurnar. Bannið tekur gildi á miðnætti á sunnudagskvöldið.

Framhalds- og háskólar sinna fjarkennslu meðan á samkomubanninu stendur en leik- og grunnskólar verða opnir en kennslan skilyrt, eins og kom fram í máli Menntamálaráðherra. Skilyrðin lúta einkum að fjölda nemenda í hverjum hópi. Menntamálaráðuneytið fól bæjar- og sveitarstjórnum að útfæra nánar hvernig staðið verður að kennslu grunnskóla næstu vikurnar.

Nemendur koma því í skólann á mánudagsmorguninn eins og venjulega. Nánari upplýsingar um kennslufyrirkomulag í Glerárskóla verða birtar hér um leið og þær liggja fyrir.