Facebook síða Glerárskóla
|
Skrifað 03. 06 2020 Það er nákvæmlega ekkert skemmtilegra en leika sér úti þegar sólin skín og borða síðan nýgrillaða pylsu með tómatsósu, sinnepi og hvaðeina.
Í dag var leikjadagur. Nemendur á yngsta stigi fóru í Kvenfélagslundinn góða og þar settu kennarar upp margvíslegar leikjastöðvar sem reyndu pínulítið á bæði kraft, þrótt, útsjónarsemi og samvinnu.
Miðstigið lék sér í . . . → Lesa..
Skrifað 02. 06 2020 Foreldrafélag Glerárskóla kom á dögunum með hlaðborð af gjöfum til nemenda, allt góða hluti sem koma að notum við leik og störf. Nefna . . . → Lesa..
Skrifað 29. 05 2020 Hvítasunnuhelgin er framundan, ein af þessum löngu og góðu helgum. Það er frí á mánudaginn og á þriðjudaginn er skipulagsdagur í skólanum þannig að nemendur mæta ekki fyrr á miðvikudaginn og þá samkvæmt stundaskrá.
Góða helgi.
Skrifað 29. 05 2020 Það hefur heldur betur verið gaman hjá okkur undanfarið. Tíundi bekkur snæddi saman hátíðarkvöldverð í sínu fínasta í gærkvöldi með umsjónarkennurunum sínum. Þar luku krakkarnir skólagöngunni á sinn hátt, þótt það sé vissulega mætingaskylda hjá þeim eftir helgina.
Í dag skellti sjötti bekkur sér út að leika í góðaveðrinu og grillaði pylsur. Áttundi bekkur skellti . . . → Lesa..
Skrifað 28. 05 2020 Í hádeginu í dag fór fram æsispennandi körfuboltaleikur þar sem vaskir íþróttamenn úr tíunda bekk skoruðu á starfsmenn skólans. Leikurinn var bráðskemmtilegur og spennandi. Nokkrir . . . → Lesa..
Skrifað 28. 05 2020 Skólaslit í Glerárskóla verða föstudaginn 5. júní. Nemendur í 1. – 9. bekk mæta í stofur, síðan er gengið í röð í íþróttasal þar sem formleg slit fara fram. Að þeim loknum fara nemendur aftur í röð í stofur þar sem umsjónarkennarar kveðja nemendur sína. Við munum heiðra ráðleggingar vegna sóttvarna svo að þessu sinni . . . → Lesa..
Skrifað 28. 05 2020 Krakkafréttir eru án efa með betri þáttum í íslensku sjónvarpi. Þátturinn í dag (28. maí) verður óvenjulega góður því þá koma nemendur í Glerárskóla við sögu.
Það er kjörið að fjölskyldan sameinist fyrir framan sjónvarpið nú síðdegis, en þátturinn hefst klukkan 18.50.
Skrifað 27. 05 2020 Í dag tekur Akureyrarbær á móti viðurkenningu sem fyrsta Barnvæna sveitarfélag landsins. Afhendingin fram við Rósenborg, fyrir neðan Brekkuskóla. Það verður boðið upp á létt tónlistaratriði frá fulltrúa ungmennaráðs ásamt því að félagsmálaráðherra, fulltrúar UNICEF, bæjarstjóri og ungmennaráð munu ávarpa gesti.
Það eru allir velkomnir á athöfnina, ungir sem eldri. Hoppukastalar verða á svæðinu . . . → Lesa..
Skrifað 26. 05 2020 Réttindi barna eru mannréttindi. Grunnurinn að góðu og uppbyggjandi samfélagi er fólginn í því að virða sjálfsögð réttindi barna sem meðal annars eru að finna í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og þar stöndum við Íslendingar framarlega, eins og lesa má í þessari ánægjulegu frétt.
Skrifað 25. 05 2020 Á dögunum kepptu nemendur Glerárskóla í frjálsum íþróttum á skemmtilegu móti á vegum Ungmennafélags Akureyrar. Fulltrúi UFA kom í heimsókn til okkar í morgun og afhendi nemendum fjórða til sjöunda . . . → Lesa..
|
|