Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga 10:00-12:00

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Fyrsti skóladagur í aðventu

Skólinn tók sérstaklega hlýlega á móti nemendum á þessum dimma mánudagmorgni, þeim fyrsta í aðventu. Jólaskreytingarnar í gluggum tengiálmunnar kölluðu fram bros hjá mörgum og margir gengu inn í skólann sinn með jólablik í auga. Það eru nefnilega skemmtilegir tímar framundan.

Skreytingarnar voru unnar af nemendum skólans og margir telja þær með fallegri jólaskreytingum bæjarins.