Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga 10:00-12:00

Skóladagatal

Skóladagatal

Skýringar við skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Litlir fætur, brattar brekkur og þeysireið

Brekkan er brött, há og allt að því ógnvænleg þegar maður stendur fyrir neðan hana kappklæddur, er meira að segja í útibuxum og allt. Þá er ekki endilega auðvelt að kjaga alla leið upp, dragandi á eftir sér snjóþotu.

Krakkarnir í fyrsta bekk fóru hins vegar létt með að klífa Kiddabrekku í útikennslu um daginn, enda vissu þeir af umbuninni sem beið eftir erfiðið; þeysireið á snjóþotunni alla leið niður á jafnsléttu. Og svo var brekkan klifin að nýju.