Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga 10:00-12:00

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Góður gestur í Glerárskóla

Já, það er hægt að taka á móti gestum þótt skólinn sé lokaður vegna sóttvarna, þökk sé tækninni. Hlynur Þorsteinsson leikari heimsótti nemendur í fjórða til sjöunda bekk í morgun í gegnum fjarfundabúnað og las upp úr Ísskrímslinu, nýútkominni bók eftir David Walliams.

Upplesturinn gekk vel og það var gaman að sjá hversu virkan þátt krakkarnir tóku í upplestrinum, hvert í sinni skólastofu og upplesarinn í Reykjavík.

Þetta var lifandi og skemmtileg stund. Takk fyrir heimsóknina.