Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Alltaf gott að hittast, þótt með grímu sé!

Eins og við tilkynntum fyrir helgi tekur Glerárskóli nú á móti nemendum á unglingastigi einu sinni í viku, nemendum sem alla jafna sinna fjarnámi meðan á hertum sóttvarnareglum stendur. Þetta er fyrst og fremst gert til þess að rjúfa félagslega einangrun krakkanna, gefa þeim tækifæri til að hittast og ræða málin augliti til auglitis en auðvita yfir grímuna, því hana verða þau að bera. Í dag mættu áttundu bekkirnir í skólann, hvor á eftir öðrum.

Útbúið var svæði með sérinngangi þar sem unnt er að fylgja öllum settum sóttvarnareglum. Tíminn með umsjónarkennaranum var notaður til að ræða málin og bregða á leik áður en aftur var haldið heim og tekist á við fjarnám.