Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Skólastarfið næstu viku

Í dag er föstudagurinn 13. nóvember 2020 og í skólanum gengur lífið vel þrátt fyrir ýmsar  takmarkanir. 

Í næstu viku munum við halda óbreyttu skipulagi í 1. – 7. bekk en gera eina breytingu í 8. – 10. bekk  þó fjarnám þeirra nemenda verði að mestu óbreytt. Breytingin er gerð til að rjúfa einangrun  nemenda og efla félagslega þáttinn í skólastarfinu. Ef aðgerðir stjórnvalda breytast hvað varðar  grunnskólann, munum við bregðast við þeim þegar þar að kemur. 

Breytingarnar: 

Nemendur í 8. – 10. bekk koma í skólann í umsjónar/lífsleiknitíma, einu sinni í viku. Nemendur ganga  inn um inngang í kjallara neðan við aðalinngang (Skýjaborgir) og verða alltaf að vera með  andlitsgrímur þegar ekki næst tveggja metra fjarlægð. Umsjónarkennari verður með nemendum og  verður með allar nánari upplýsingar. Skipulagið verður eftirfarandi og endurtekur sig síðan á  komandi vikum þar til annað kemur í ljós.

Þriðjudaginn 17. nóvember: 

8. bekkur FP mætir kl. 9:00 og er til kl. 10:00. 8. bekkur RLB mætir kl. 11:00 og er til kl. 12:00. Umsjónarkennarar mæta með sínum nemendum.

Miðvikudagur 18. nóvember: 

10. bekkur SV mætir kl. 9:00 og er til kl. 10:00. 10. bekkur AGJ mætir kl. 11:00 og er til kl. 12:00. Umsjónarkennarar mæta með sínum nemendum. 

Fimmtudagur 19. nóvember: 

9. bekkur SLB mætir kl. 9:00 og er til kl. 10:00. 9. bekkur KJ mætir kl. 11:00 og er til kl. 12:00. Umsjónarkennarar mæta með sínum nemendum.

Allar nánari upplýsingar má fá hjá stjórnendum og umsjónakennurum.