Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Námskeið í Jákvæðum aga

Þar sem ekki tókst að fá nógu marga þátttakendur til að hægt væri að halda námskeið fyrir forráðamenn í Jákvæðum aga sem hefjast átti síðastliðinn mánudag, gerum við aðra tilraun og bjóðum nú öllum forráðamönnum skólans að skrá sig. Jákvæður agi (e. Positive Discipline) er sú uppeldisstefna sem við leggjum til grundvallar í starfi okkar . . . → Lesa..

Alþjóðadagur móðurmálsins

Í dag er alþjóðadagur móðurmálsins og í tilefni hans er sjónum beint að nemendum sem hafa erlent tungumál að móðurmáli. . . . → Lesa..

Búningadagur á morgun

Á morgun, þriðjudaginn 21. febrúar (daginn fyrir öskudag og vetrarfrí) efnir nemendaráð Glerárskóla til búningadags í skólanum hjá okkur öllum bæði nemendum og starfsfólki.

Bréf var sent til foreldra í síðustu viku og fulltrúar nemendaráðs gengu í kennslustofur í morgun og minntu nemendur á búningadaginn.

Höfum gaman, sjáumst í allskonar búningum en skiljum öll „vopn“ . . . → Lesa..

Námskeið í jákvæðum aga – Skráning til 20. febrúar.

Í starfi okkar í Glerárskóla leggjum við til grundvallar uppeldisstefnu sem nefnist Jákvæður agi (e. Positive Discipline). Nú bjóðum . . . → Lesa..

Áhugi, áræðni og vinarþel á fjölgreindarleikjum!

Það má með sanni segja að fjölgreindarleikarnir á þemadögunum hafi gengið vel. Viðhorf nemenda til verkefnisins einkenndist af miklum áhuga, áræðni og vinarþeli.

Nemendum var skipt í hópa þvert á skólastigin. Í hverjum hópi voru nemendur úr öllum árgöngum sem unnu saman að lausn verkefna eða tóku þátt fjölbreyttum leikjum sem í senn reyndu á . . . → Lesa..

Fjölgreindarleikar á þriðjudag og miðvikudag

Á þemadögunum á morgun þriðjudaginn 14. febrúar og miðvikudaginn 15. Febrúar verður efnt til fjölgreindarleika í Glerárskóla. Þá daga verða allir nemendur í skólans í starfsstöðinni í Glerárskóla.

Nemendum verður skipt í hópa þvert á skólastigin. 20 stöðvar verða í skólanum og utan hans þar sem nemendur leysa ákveðin verkefni eða taka þátt fjölbreyttum leikjum . . . → Lesa..

Námskeið í jákvæðum aga fyrir forráðamenn nemenda í 1. – 4. bekk

Í starfi okkar í Glerárskóla leggjum við til grundvallar uppeldisstefnu sem nefnist Jákvæður agi (e. Positive Discipline). Nú bjóðum við forráðamönnum nemenda í 1. – 4. bekk skólans á námskeið til að kynnast Jákvæðum aga og kenningunum sem aðferðin byggist á.

Námskeiðið verður dagana 20. og 27. febrúar milli klukkan 17:00 . . . → Lesa..

Lesið í öllum skúmaskotum

Nú í vikunni er heljarinnar lestrarátak hjá nemendum á yngsta- og miðstigi í Glerárskóla og það er . . . → Lesa..

Góðir gestir í Glerárskóla

Það var heldur betur gestkvæmt í Glerárskóla í dag. Hingað kom hópur hollenskra kennara . . . → Lesa..

Bókakaffi á viðtalsdögum

Vöffluangan liðaðist um ganga Glerárskóla á viðtalsdögunum í dag og í gær. Enda voru margir sem . . . → Lesa..