Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Fjölbreyttur föstudagur

Föstudagurinn þrettándi var ljómandi góður í Glerárskóla. Krakkarnir á yngsta- og miðstigi byrjuðu daginn á hressilegum söngsal. Unglingastigið varði drjúgum tíma í Boganum þar sem fram fór knattspyrnumót grunnskólana á Akureyri sem íþróttakennarar Glerárskóla skipuleggja. Árangur Glerárskóla var heldur betur vel viðunandi. Stelpurnar í 9. bekk stóðu uppi sem sigurvegarar í sínum flokki og það sama má segja um lið strákanna í 10. bekk. Óumdeilt er að Glerárskóli var með flottustu og bestu knattspyrnustjórana eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Mikil og góð stemning var í Boganum. Stuðningsmannalið börðu trumbur og spiluðu tónlist til að hvetja lið sín áfram.
Margir ráku upp stór augu þegar þeir mættu í hádegismat en boðið var upp á makkarónugraut sem snillingarnir í eldhúsinu lituðu bleikan í tilefni þess að nú er bleikur október.