Það er mjög mikilvægt að kunna á nánasta umhverfi sitt. Veigamikill þáttur í því er að vera læs á umferðarskiltin sem koma í veg fyrir að við gerum einhverja vitleysu í umferðinni.
Krakkarnir í öðrum bekk fóru um daginn með kennurum sínum í göngutúr um nágrenni skólans til að skoða skiltin og komast að því hvað þau þýða.
Núna vita þau sínu viti og eru vonandi öruggari í umferðinni.