Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Hufflepuff vann!

Þriðju Harry Potter þemadögunum er lokið og krakkarnir á Huffelpuff heimavistinni báru sigur úr bítum í stigasöfnun síðustu tveggja daga.

Þemadagarnir heppnuðust sérlega vel. Aldrei hafa verið veitt jafn mörg stig eins og í ár. Huffelpuff setti stigamet og nemendur 10. bekkjar sem aðstoðuðu við framkvæmdina stóðu sér sérlega vel og voru sannkallaðar fyrirmyndir.

Skólinn var skreyttur í anda Hogwarts galdraskólans og á hverju ári bætast við nýjar skreytingar þannig að skólinn okkar breytist í sannkallaðan ævintýraheim meðan á þemadögunum stendur.

Nemendur tóku virkan þátt í öllum verkefnum þemadaganna og hér má sjá nokkrar myndir frá þessum vel heppnuðu þemadögum. Njótið