Við erum öll flott í bleiku og sýnum það og sönnum á morgun, föstudaginn 20. október en þá verður bleikur dagur í Glerárskóla. Við óskum eftir því að nemendur og starfsfólk sýni lit og klæðist einhverju bleiku svo allar konur sem greinst hafa með krabbamein finni fyrir stuðning okkar og samstöðu.
Það verður gaman að horfa yfir samlitan hóp nemenda og starfsfólks á morgun!