Það er virkilega gaman að fá sér labbitúr eftir göngum Glerárskóla því veggirnir skólans eru alla jafna þaktir metnaðarfullum og fjölbreyttum listaverkum eftir nemendur.
Um þessar mundir vekja myndverk eftir krakkana í fyrsta og öðrum bekk sérstaka athygli enda afar hugvitssöm og skemmtileg. Krakkarnir voru að læra um haustið og helstu einkenni þess og túlkuðu haustið með óvenjulegum aðferðum.