Í dag er síðasti kennsludagur fyrir tveggja daga haustfrí kennara og nemenda Glerárskóla sem er næstkomandi mánudag og þriðjudag, 23. og 24. október. Miðvikudaginn 25. október er skipulagsdagur í skólanum og nemendur í fríi. Fimmtudaginn 26. október er viðtalsdagur í skólanum.
Kennsla hefst að nýju samkvæmt stundaskrá föstudaginn 27. október.
Frístund er opin alla dagana í næstu viku, í haustfríinu, á skipulagsdaginn og viðtalsdaginn frá klukkan 8:00 til 16:15 fyrir þau börn sem skráð hafa verið í frístundina þessa daga.