Jólaföndur foreldrafélags Glerárskóla var 26. nóvember. Myndir frá jólaföndrinu eru komnar á myndasíðu skólans. (sjá myndir)
|
||
Starfsfólk Glerárskóla óskar nemendum sínum og fjölskyldum þeirra gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári með þökk fyrir ánægjulegt samstarf á árinu sem er að líða. Kennsla hefst aftur þriðjudaginn 3. janúar 2017 kl. 9:55.
Nemendur í 5. bekk fóru í aðventustund í Glerárkirkju og áttu rólega og notalega stund saman. Eydís Ösp æskulýðsfulltrúi kirkjunnar tók á móti nemendum. Þau fengu að heyra jólaguðspjallið í gegnum leikþátt með fígúrum og fræddust um aðventukransinn auk þess sem sungin voru jólalög, síðan var boðið upp á piparkökur og djús.
Föstudaginn 2. desember verður hin árlega Glerárvisjón haldin í skólanum þar sem nemendur í 7.- 10. bekk stíga á svið og flytja tónlistaratriði sem búið að er æfa af kappi undanfarnar vikur. Fyrsta Glerárvisjón keppnin var haldin í skólanum 27. nóvember árið 2003. Þá sigraði hljómsveitin Bird House en hana skipuðu nemendur í 9. bekk. . . . → Lesa..
Fimmtudaginn 3. nóvember fengu nemendur í 9. – 10. bekk listamann í heimsókn. Hann kynnti starf sitt, hugmyndir að baki vinnunni og þróun hugmynda í skapandi vinnu. Einnig kom hann inn á verklag og efnistök og mikilvægi þess að halda við og þróa gamla verkhefð. Nemendur fylgdust með af áhuga. Frábært framtak hjá skipuleggjendum slíkra . . . → Lesa.. |
||
© 2025 Glerárskóli
Glerárskóli v/ Höfðahlíð, 603 Akureyri Frístund s.461-1253, senda póst
Skólastjóri: Eyrún Skúladóttir, senda póst
|