Akureyrarbær, í samstarfi við tónlistarskólann, bauð nemendum í 1.-7. bekk í söngskemmtun í Hofi nú í vikunni. Þar stjórnaði Friðrik Dór samsöng ásamt því að syngja og skemmta sjálfur. Nemendur hafa verið að æfa þessi lög í vetur undir stjórn Ívars Helgasonar og var þetta liður í því verkefni. Góð skemmtun og mikið fjör.