Dagur íslenskrar tungu var haldinn hátíðlegur í skólanum í dag á margvíslegan hátt. Unglingastigið brá sér í fjölbreytta vinnu og leiki tengda móðurmálinu og miðstigið heimsótti nokkra staði og hverfi í nágrenninu og bauð upp á ljóðalestur. Heimsóttu m.a. dvalarheimili aldraðra og skemmtu þeim með ljóðaupplestri þeim til mikillar gleði.