Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til miðvikudags, frá 07:45 til 14:30 á fimmtudögum og á föstudögum til klukkan 14:00.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00..

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Náttúrufræði í 4. bekk

Fjórði bekkur færir náttúrufræðitímana gjarnan út á skólalóð þegar hægt er. Í þetta skiptið gerðu nemendur smá athugun. Farið var út með stækkunargler og velt við steinum og athugað hvort eitthvað líf væri að finna þar undir. Einnig var áferð planta og steina skoðuð og þannig fengin ný upplifun á umhverfinu okkar.

. . . → Lesa..

Slagorðakeppni gegn matarsóun

Glerárskóli vill efla vitund nemenda og starfsmanna skólans um umhverfismál og vekja til umhugsunar um sameiginlega ábyrgð á umhverfinu. Í vetur höfum við einbeitt okkur að matarsóun og í tilefni af því var efnt til slagorðarkeppni gegn matarsóun. Fullt af slagorðum og veggspjöldum urðu til og prýða þau veggi mötuneytisins nemendum og starfsfólki til áminningar. . . . → Lesa..

Starfamessa

Fyrirtæki og stofnanir bæjarins buðu öllum nemendum í 9. og 10. bekkjum bæjarins á kynningu í íþróttahöllinni á fimmtudag. Þar kynntu þau starfsemi sína og þá möguleika sem fyrir hendi eru varðandi nám og störf í framtíðinni. Vel að þessu staðið og vakti ánægju og áhuga hjá nemendum.

. . . → Lesa..

Verðlaunaafhending

Í morgun var áframhaldandi líf og fjör í skólanum. Þá fór fram verðlaunaafhending fyrir ljóða- og myndlistarkeppni og íþrótta mann/konu skólans. Einnig voru veittar viðurkenningar til fulltrúa skólans vegna þátttöku í Skólahreysti. Athöfnin byrjað á óvæntri uppákomu frá Leikfélagi Menntaskólans á Akureyri þar sem kynnt var leikritið Anný og í kjölfarið sungu nemendur 2. bekkjar . . . → Lesa..

Árshátíð Glerárskóla 2017

Miðvikudaginn 5. apríl eru tvær árshátíðarsýningar í Glerárskóla.

Kennsla er til kl. 13:15. Sýningar verða kl. 17:00 og kl. 19:30. Hvor sýning tekur u.þ.b. eina og hálfa klukkustund. Verð á sýningar er kr. 500 fyrir börn á grunnskólaaldri, kr. 800 fyrir fullorðna, frítt er fyrir börn undir skólaaldri.

Fimmtudaginn 6. apríl er ein árshátíðarsýning . . . → Lesa..

Stóra upplestrarkeppnin

Fulltrúar Glerárskóla þau, Viktor Helgi Gunnarsson og Þórunn Eva Snæbjörnsdóttir tóku þátt í Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar sem haldin var að venju í MA. Þau stóðu sig með prýði og voru skólanum til sóma.

lestur01lestur02

Útvarp Glerárskóli fer í loftið!

radio_3374Útvarp Glerárskóli fer í loftið í dag, mánudaginn 27. mars. Nemendur hafa verið að undirbúa útsendinguna í vetur á ýmsan . . . → Lesa..

Utivistardagur í Hlíðarfjalli

Sk01

Myndir frá útivistardeginum í Hlíðarfjalli.

Þýskubíllinn í heimsókn

Þýskubíllinn

Nemendur okkar í 10. bekk fengu heimsókn í morgun. Þýskubíllinn sem er á leið . . . → Lesa..

Útivistarferð í Hlíðarfjall

Mánudaginn 20. mars er fyrirhuguð útivistarferð í Hlíðarfjall.

Sumir fara á bretti, aðrir á svigskíði, enn aðrir á gönguskíði og svo mega nemendur taka með sér snjóþotur og sleða. Gönguferð verður í boði fyrir þá sem það kjósa.

Þeir sem ekki eiga búnað geta fengið hann lánaðan í Hlíðarfjalli. Ekki verður hægt að lána búnað . . . → Lesa..