Á morgun, þriðjudag 6. mars, verður útivistardagur hjá skólanum. Nemendur og starfsfólk fer þá með rútum upp í Hlíðarfjall. 1.-6. bekkur mætir í skólann kl. 8:15 og þeirra rútur fara af stað kl. 8:40 og 8:50. 7.-10. bekkir mæta kl. 8:30 og þeirra rútur fara kl. 9:00. Mikilvægt að koma vel búin.