Facebook síða Glerárskóla
|
Skrifað 07. 01 2021 Eldur kom upp í kjallara Glerárskóla á tólfta tímanum í gærkvöldi. Slökkviliðinu gekk greiðlega að slökkva eldinn og tók þá til við að reykræsta skólann.
Af þessum sökum fellur kennsla í Glerárskóla niður í dag, fimmtudaginn 7. janúar. Foreldrum og forráðamönnum nemenda verða sendar nánari upplýsingar um leið og þær liggja fyrir.
Skrifað 05. 01 2021 E ftir vel heppnaðan skipulagsdag í gær tók starfsfólk Glerárskóla á móti nemendum í morgun, fyrsta kennsludag ársins.
Það mátti sjá stírur í nokkrum . . . → Lesa..
Skrifað 03. 01 2021 Á morgun, mánudaginn 4. janúar, er skipulagsdagur í Glerárskóla og því frídagur nemenda. Frístund verður einnig lokuð.
Skólastarf hefst samkvæmt hefðbundinni stundatöflu þriðjudaginn 5. janúar 2021 kl. 8.15.
Skrifað 17. 12 2020 Jólin eru komin í Glerárskóla, í það minnsta litlu jólin. Nemendur á unglingastigi hittast í sinni heimastofu í kvöld, fimmtudagskvöld, klukkan 20.00 og eiga . . . → Lesa..
Skrifað 17. 12 2020 Í dag var uppbrotsdagur í Glerárskóla sem nemendur kunnu vel að meta. Á unglingastigi var spiluð félagsvist eins og við gerum einu sinni á . . . → Lesa..
Skrifað 15. 12 2020 Í dag er jólafatadagur í Glerársóla. Mjög margir nemendur og starfsmenn mættu í sínum allra skemmtilegustu jólafötum, peysum, með húfur, í kjólum og hvaðeina.
Í tilefni dagsins var ýmislegt gert; sumir horfðu á jólamynd og drukku heitt kakó með, aðrir nældu sér í skemmtileg spil og öllum leið afar vel.
Smellið hér til að . . . → Lesa..
Skrifað 11. 12 2020 Íbúarnir á hjúkrunarheimilinu Lögmannshlíð voru ansi glaðir í morgun þegar þeim barst til eyra fallegur söngur fyrstu bekkinga úr Glerárskóla sem komnir voru til að gleðja á dimmum aðventumorgni. Gleðin var fölskvalaus, bæði hjá listamönnunum og áheyrendum.
Skrifað 11. 12 2020 Vegna aðstæðna í samfélaginu hefur Skólaráð Glerárskóla samþykkt breytingu á skóladagatali skólans fyrir vorönn 2021.
Mánudagurinn 4. janúar 2021 verður skipulagsdagur í Glerárskóla, þannig að nemendur verða í lengdu jólafríi. Frístund verður einnig lokuð þann dag. Í staðinn fellur út skipulagsdagur sem vera átti miðvikudaginn 12. maí 2021 og verður hann venjubundinn kennsludagur.
Skóli hefst . . . → Lesa..
|
|