Þeir Arnar Máni og Máni hafa undanfarnar vikur saumað tuskur fyrir Öldrunarheimili Akureyrar úr lélegum handklæðum. Það var hluti af iðjuþjálfun þeirra í Glerárskóla þar sem meðal annars er unnið með valdeflingu, áhuga og styrkleika barnanna.
Í dag fóru þeir og afhentu afraksturinn. Vel gert strákar!